Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf 

Mig langaði ótrúlega að segja ykkur frá þremur uppáhalds hlutunum mínum í augnablikinu, en þetta er það sem ég er búin að nota hvað mest undanfarið.

 

unnur-iceland-print-967-f-copyUNNUR ICELAND FRÁ CINTAMANI 
Ég varð að eignast þessa úlpu fyrir veturinn þar sem mig er búið að langa í hana frá því að hún kom í búðir. Ég elska lita samsetninguna og mynstrið er byggt á útlínum Íslands.
Hún er vatnsfráhrindandi og inn í henni er primaloftvesti sem er hægt að smella af og nota sér. Fæst HÉR

vitamin-e-moisture-cream-2-640x640

VÍTAMÍN E NÆTURMASKI FRÁ BODY SHOP
Snilld fyrir þurra húð í vetur.
Maður ber maskann á um kvöldið, horfir á einn þátt, strýkur svo létt yfir andlitið með þurrum bómul rétt til að taka það sem fór umfram og ferð svo að sofa. Þegar þú tekur hann svo af um morguninn er húðin ótrúlega mjúk og vel nærð. Ég nota hann 2 sinnum í viku og slepp alveg við þurrkubletti. Fæst hjá Body Shop

14570803_1806097882962121_4906272080876973847_oLIP VOLUME*

Lip Volume glossinn fékk ég um daginn. Hann gefur manni fylltari, sléttari og mýkri varir (með réttri notkun að sjálfsögðu). Mælt er með að nota hann þrisvar á dag í 30 daga til að ná hámarks árangri en hann dregur einnig úr fínum línum og örvar framleiðslu kollagens.
Glossinn er fullur af vítamínum og ávaxta próteinum sem gefa raka og halda vörunum silki mjúkum.
Varan er 100% cruelty free.
Fæst HÉR á Facebook síðu Klash.is

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Alpha girls