Höfundur keypti vöruna sjálfur en færslan er skrifuð í samstarfi við Glamcor á Íslandi

Mig langar að segja ykkur frá snilldar lampa sem ég keypti mér um daginn.
Lampinn heitir Mono light og er frá merkinu Glamcor.
Ég keypti hann aðallega í þeim tilgangi að ég gæti notað hann þegar ég er að farða kúnna þar sem ég er förðunarfræðingur en einnig til að farða sjálfan mig.
Lampinn gefur frá sér bláleita birtu en ekki gula eins og flestir venjulegir lampar en með því sér maður betur hvernig allir litir koma út á andlitinu og fær til dæmis ekki sjokk þegar maður labbar út í dagsbirtuna afþví meikið sem þú varst að setja á þig er allt öðruvísi heldur en það leit út inni.

mono-299

Lampinn kemur í handhægum kassa og því mjög auðvelt að taka hann með í t.d. förðunarverkefni eða bara hvert sem er. Hann festist á borðið með festingu sem fylgir og er með tveimur birtu stillingum.
Naglafræðingar, húðflúrarar, snyrtifræðingar og fleiri sem vinna nákvæmisvinnu hafa einnig verið að nota þennan lampa þar sem maður sér allra minnstu smáatriði með honum.

Mono light lampinn ásamt fleiri vörum fást á heildsölunni Lipur í Flatahrauni 31, Hafnarfirði og kostar 29.900 krónur án VSK.

14997290_10210992559192736_1470835670_n

Hér sést munurinn á förðun sem ég gerði þegar ég er með slökkt á lampanum og svo kveikt. Myndirnar eru teknar með sömu myndavélinni og enginn filter.

14961353_10210992489791001_112141434_n
Förðunar aðstaðan mín

HÉR getið þið skoðað Facebook síðuna hjá Lipur og sent þeim skilaboð ef þið viljið vita meira um lampann og HÉR er linkur á Glamcor síðuna ef þið viljið skoða fleiri myndir eða lesa ykkur til um vörurnar frá þeim.

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Við erum einnig á Snapchat undir Pigment.is 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Alpha girls