Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf óháð umfjöllun

Haldið í hestana ykkar! Þessum degi hef ég beðið eftir í ansi mörg ár, en það er dagurinn sem Urban Decay myndi ákveða að koma til Íslands!

Fyrir nokkrum dögum fékk ég sendan skemmtilegan pakka frá merkinu sem innihélt Naked Smoky augnskuggapallettuna, Eyeshadow Primer Potion og Perversion maskarann. Ég hafði áður prófað hinar vinsælu Naked pallettur (eins og flestir förðunarvörufíklar) en ekki mikið fleira. Vörurnar ollu EKKI vonbrigðum! Augnskuggarnir eru með þeim betri sem ég hef prófað, maskarinn er einn af topp þremur og augnskuggaprimerinn heldur augnskugganum vel og gallalausum á augnlokunum.

unnamed-3

Ef ég ætti að velja mína uppáhalds vöru af þessum þrem myndi ég klárlega velja maskarann. Eins og ég nefndi er hann ekkert eðlilega góður, en hann lengir, þykkir og brettir augnhárin. Það kemur mikil formúla úr honum sem ég elska og hann er virkilega mjúkur og auðvelt er að bæta á hann. Ég myndi ganga svo langt að segja að þetta sé hinn fullkomni maskari! Hann mun verða fastagestur (jafnvel fastur íbúi) í snyrtibudduni hér eftir.

unnamed

unnamed-2

Fyrir áhugasama var Urban Decay merkið stofnað árið 1996 í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Newport Beach. Vörurnar lenda á klakanum 5. nóvember og ég get persónulega ekki beðið! Verslunin þeirra opnar svo sama dag – verið dugleg að fylgjast með samfélagsmiðlumþegar nær dregur!

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR  – Við erum einnig á Snapchat: Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls