Færslan er að hluta til kostuð – Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf 

Eftir nokkra daga eru jólin í næsta mánuði, en október klárast snemma í næstu viku. Verandi jólabarn þá er ég ekkert eðlilega spennt og er strax byrjuð að plana jólaskreytingar, jólagjafir, sortir sem þarf að baka og þar fram eftir götunum. Mig er einnig farið að dreyma um jólatónlist og farin að spá í hvenær það sé samfélagslega í lagi að hlusta á jólalög.

En hvað sem því líður, þá er ég ekki farin að slaka á í snyrtivöruinnkaupum eða því að prófa nýjar vörur. Mörg ný merki eru farin að bætast inn í flóruna á Íslandi og má þar nefna NYX, Urban Decay, Origins, Glamglow, NABLA og fleira mjög skemmtilegt. Ég ákvað að hafa listann minn ekki mjög stóran í þetta skiptið þó það hefði verið lítið vandamál fyrir undirritaða að hafa um 30 atriði á honum.

uppa

  1. Urban Decay Perversion maskari * – Þið munið líklega eftir því fyrir um það bil viku þegar ég trylltist yfir þessum maskara í færslunni minni um Urban Decay HÉR. En merkið kemur í verslun Hagkaup Smáralind 5.nóvember fyrir þá sem vilja tryggja sér maskarann (og fleiri hluti).
  2. Skyn Iceland Fresh Start Mask – Maskafíkillinn ég elska að eiga fullt af mismunandi möskum sem gegna mismunandi hlutverki. Þessi er þó einn af þeim bestu sem ég hef prófað, en hann hreinsar öll óhreinindi upp úr húðinni, hitar hana upp og gefur henni súrefni. Svo finnst mér líka svo gaman að setja hann á í tveimur skrefum og horfa á hann freyða í seinna skrefinu. Fæst HÉR 
  3. Modelrock Cha Cha Cha augnhár – Ég verð fyrsta manneskjan til að viðurkenna að ég er ekki augnháramanneskja. Einfaldlega því ég kann lítið að setja þau á sjálfa mig, þrátt fyrir að vinna við að setja þau á aðra. Málið með þessi og ein önnur sem eru líka frá Modelrock, er að þau ná einungis yfir 3/4 af auganu. Sem sagt frá ytri krók og inn á rúmlega mitt augnlok, svo að það er mun auðveldara að koma þeim á sig og vera gullfallegur allan daginn. Fást HÉR 
  4. Origins Ginzing Energy-Boosting Moisturiser – Þetta rakakrem hef ég átt upp í skáp í mörg ár og nota alltaf þegar frekar hlýtt er í veðri, eða undir annað rakakrem á veturnar. Þetta vekur húðina með hjálp kaffibauna og ginseng ásamt því að veita góðan raka. Origins vörurnar eru seldar í Lyf&Heilsu Kringlunni. 
  5. NABLA Magic Pencil – Hvað get ég sagt? 100% vatnsheldur blýantur sem er fullkominn til að nota inn í vatnslínuna á augunum! Fæst HÉR 
  6. Kevin Murphy Angel Wash* – Ég er með mjög þykkt hár svo að það síðasta sem mér hefði dottið í hug væri að ég þyrfti sjampó sem gefur því lyftingu og volume. Hinsvegar er það líka litað og getur orðið dálítið „flatt“ svo ég sló til þegar ég fékk að prófa þetta sjampó frá Kevin Murphy. Hárið mitt hefur bara sjaldan verið eins gott, en sjampóið hreinsar ótrúlega vel en er um leið milt á hársvörðinn. Fæst á öllum helstu hárgreiðslustofum.
  7. First Aid Beauty Intensive Peel – Ég bara varð að panta mér þennan um daginn, en ég hafði heyrt ótrúlega góða hluti. Maskinn veitir fyrsta flokks djúphreinsun með ávaxtasýrum en er mjög öflugur svo að byrjendur ættu að fara sér hægt. Fæst meðal annars í Sephora. 
  8. Estée Lauder Revitalizing Supreme+ Global Anti-Aging Wake Up Balm* – Ég hef alltaf verið mikill Estée Lauder aðdáandi og sérstaklega af húðvörunum, en þær sem ég hef prófað elska ég. Þetta krem er silkimjúkt og bæði hægt að nota eitt og sér eða yfir önnur krem. Það veitir fullkomin raka, vörn gegn umhverfisáhrifum og öldrun. Ég er ekki frá því að ég sjái mun á línunum í andlitinu mínu eftir að ég byrjaði að nota það – svo er lyktin dásamleg! Fæst í verslunum Hagkaups og helstu apótekum. 
  9. Yves Saint Laurent Mon Paris – Ég á í raun engin orð þegar það kemur að þessari vöru. Nema: Þetta er besti ilmur sem ég veit! Ég hef notað hann upp á dag síðan ég fékk hann og mun halda áfram að gera. Fæst í verslunum Hagkaups og helstu apótekum. 

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls
Deila
Fyrri greinFINNSDOTTIR
Næsta greinNEW IN: YSL