Færslan er unnin í samstarfi við MAC á Íslandi og vörurnar voru fengnar sem gjöf

Klingonar um allan heim geta nú hoppað hæð sína af kæti, en MAC hefur ákveðið að skapa heila förðunarlínu sem er innblásin af Star Trek! Ég ólst sjálf upp við að horfa á gömlu Star Trek seríurnar á RÚV og elskaði það, en uppáhalds karakterinn minn var að sjálfsögðu Mr. Spock (Spock, son of Sarek fyrir hina nördana þarna úti). En fyrir þá sem hafa búið undir steini og vita það ekki, þá sköpuðu þættirnir um ævintýri James T. Kirk og áhöfnina hans sér ótrúlega miklar vinsældir seint á sjöunda áratugnum sem hafa haldið áfram og aukist til dagsins í dag. Trekkarinn innra með mér var því vandræðalega spenntur þegar koma línunnar var tilkynnt og enn spenntari þegar ég fékk að prófa tvær vörur úr línunni!

unnamed-3unnamed-2

Vörurnar sem ég fékk voru augnskugginn Bird Of Prey (pressed pigment eye shadow) og varaglossinn Warp Speed Ahead (lipglass) sem ég var mjög glöð að eignast. Pressed pigment augnskuggarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en þeir eru sjúklega þéttir og glitrandi. Lipglass eru svo alltaf jafn fallegir með léttri áferð og smá lit. Á óskalistanum úr línunni sem ég geri fastlega ráð fyrir að kaupa mér þegar hún kemur í búðir eru svo varaliturinn Star Trek og púðrið Luna Luster. 

mac-star-trek-collection-powder

Star Trek línan frá MAC inniheldur ótrúlegt magn af öðrum fallegum vörum en þar má meðal annars telja upp maskara, varaliti, augnskugga, highlighter púður, naglalakk, bursta og fleira.

63mac_star_trek_fall_2016_makeup_collection4

Endilega kíkið á Facebook síður MAC á Íslandi HÉR og HÉR til að fylgjast með hvenær línan flotta kemur í verslanir. Eins og í öðrum limited edition línum hjá þeim gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ svo að best er að hafa hraðar hendur!

Ég ætla að enda þessa færslu á uppáhaldinu mínu – live long and prosper!

best-spock-leonard-nimoy-star-trek-episodes-750x480

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls