Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hann sjálfur

Ég ákvað taka saman uppáhalds hlutina mína eða vörur sem voru ómissandi fyrir mig í þessum mánuði. En þetta er nýr liður hjá mér og hef ákveðið að skrifa um mínar uppáhalds vörur eða hluti um hver mánaðarmót framvegis. Í þessum flokki er hitt og þetta sem vekur áhuga minn.

Í  september voru 11 hlutir & vörur sem ég ofnotaði og mæli með.

Photo of White Wood Background

1. Clear Improvements maskinn frá Origins hér 2. Yves Saint Laurent Teint Touche Éclat farði 3. Moroccanoil Treatment* 4. MAC Viva glam II 5. Urban Decay Naked hér 6. Opi Brilliant Top Coat* 7. Bobbi Brown Eye Opening 8. Anastasia Beverly Hills plokkari hér 9. iPhone hulstur frá Richmond & Finch hér 10. Skyn Iceland Pure Cloud hreinsir* hér 11. Hoola sólarpúður hér 

Clear Improvements maskinn frá Origins  – Ómissandi maski. Ég nota hann einu sinni í viku og eftir notkun finnst mér húðin mín verða öll mýkri og svitaholur verða minna áberandi. Þetta er eini maskinn sem ég hef prófað frá Origins, en þetta hvetur mig áfram til að prófa fleiri frá þeim.

Yves Saint Laurent Teint Touche Éclat farði – Ég eignaðist þennan farða þegar ég var í Sephora og hef notað hann óspart síðan. Þær hjá Sephora gáfu mér ráð um hvaða farði hentaði mér og minni húð. Þær sögðu mér frá farðanum frá YSL og ég er rosalega ánægð með hann. Það er langt síðan ég hef eignast farða sem gefur það sem ég vil; þekju en samt ekki of mikla. Mér finnst húðin ljóma vel með farðann og hann helst lengi á. Mæli mjög mikið með honum.

Moroccanoil Treatment* – Ég get ekki hætt að lofa þessa olíu. En hún gerir mikið fyrir hárið mitt og þá sérstaklega endana sem geta orðið þurrir með tímanum. Ég set hana í blautt hárið rétt í endana og svo dampa ég rest yfir allt hárið (en samt ekki í rótina). Hárið verður mjúkt og glansar. Olían hraðar líka þurrkunartíma, sem hentar vel fyrir hár sem er extra lengi að þorna eins og mitt.

MAC Viva glam II varalitur – Ég hafði lengi haft augastað á þessum varalit og oftast þegar ég fór í Mac verslanir að þá var hann uppseldur. Nema um daginn að þá átti ég leið í Kringluna og ákvað fyrir tilviljun að fara í Mac verslunina, og þá var hann til. Svo auðvitað keypti ég hann. Núna skil ég af hverju hann var alltaf uppseldur, því hann er fullkominn „nude“ varalitur. Svona varalitur sem ég get alltaf gripið hvort sem það er hversdagslegt eða fínt.

Urban Decay Naked hyljarinn – Áður fyrr notaði ég alltaf Mac Pro Longwear hyljarann og var mjög ánægð. Ég ákvað að prófa að fá mér Naked hyljarann í sumar. Hann hentar minni húð mjög vel. Hann þurrkar hana ekki upp eins og Prolongwear gerði. Í dag get ég ekki verið án Naked hyljarans. Ég hlakka til að fá þetta merki til landsins, þá getur innkaupalistinn fyrir Sephora minnkað.

OPI Brilliant Top Coat* – Mér finnst gaman að naglalakka yfir gelneglurnar mínar. En oft þegar ég geri það þá finnst mér þær ekki glansa eins og gelið á nöglunum. En ég hef núna undanfarið sett top coat eftir naglalakkið og þá glansa þær. Ég mæli með þessu Top Coat frá OPI, það gefur nöglunum extra mikinn gljáa og naglalakkið helst lengur á.

Bobbi Brown Eye Opening Maskari – Ég var lengi búin að hugsa um að kaupa þennan maskara þar sem hann vakti talsverða athygli í sumar þar sem margir voru að mæla með honum. Svo ég ákvað að fá mér hann í sumar. Hann er sjúkur og ég get ekki verið án hans. Hann kemur augnhárunum mínum á annað level. Ég þarf að fá mér annan bráðum þar sem hann er klárast.

Anastasia Beverly Hills plokkari – Ég ákvað að endurnýja plokkarann þar sem sá gamli var orðinn ansi lúinn og hættur að grípa hárin. Ég var búin að heyra góða hluti um plokkarann frá Anastasia Beverly Hills svo ég keypti hann. Ég sé ekki eftir því, þar sem hann grípur öll hár, meira segja þessi fíngerðustu. Hann er alveg að hjálpa mér að viðhalda augabrúnunum á mér eftir plokkun því þær geta stundum vaxið ansi hratt. Svo skemmir það ekki að hann er bleikur. Mæli hiklaust með honum.

iPhone hulstur frá Richmond & Finch – Langaði í marmarahulstur og sá þetta flotta hulstur fyrir iPhone í Vodafone búð. Ég er venjulega ekki mikið fyrir að hafa símann í hulstri þar sem þau stækka símann mikið eða flassið á símanum nær ekki að njóta sín. En hulstrið frá Richmond & Finch er svo nett og lítið. Gatið fyrir myndavélina er stórt svo það hefur engin áhrif á flassið í myrkri. Það er líka svo fallegt, mæli með því.

Skyn Iceland Pure Cloud Cleanser* – Þennan hreinsi eignaðist ég í mánuðinum og hann er strax kominn í uppáhald. Ég nota hann með Clarisonic burstanum mínum og það er góð blanda. Þessi hreinsir er mjög mildur og góður sem hentar mér vel þar sem húðin mín er frekar viðkvæm.

Hoola Matte Bronzer – Þetta er núna uppáhalds sólarpúðrið mitt. Það er smá tími síðan ég fjárfesti í því og fílaði það ekki fyrst. En eftir að prófa það í nokkur skipti að þá var það orðið uppáhalds. Það er hægt að nota það sem sólarpúður og til að skyggja.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls