Vörurnar fékk ég að gjöf 
Allir sem þekkja mig vita að ég elska góða maskara og finnst fátt betra en að finna einhvern sem hittir í mark. Undanfarið hef ég aðallega verið föst í tveimur möskurum en fékk nýverið einn í hendurnar sem ég held að gæti reynst þeim verðugum keppinautur í snyrtiveskinu.

image

Um er að ræða nýja MAC Pro Beyond Twisted Lash maskarann, en hann var að lenda í verslunum MAC núna fyrir helgi. Maskarinn er ólíkur öllum öðrum sem ég hef prófað að því leyti að burstinn getur verið beinn en getur einnig beygst í allar áttir og upp að 90 gráðum!

image

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir konur og stelpur eins og mig sem eru pínu brussur með maskarana og finnst stundum erfitt að ná inn í alla króka án þess að klessa maskarann út um allt. Þrátt fyrir að vinna við fagið er ég samt ekki laus við það vandamál. Einnig er þetta frábært fyrir alla förðunarfræðinga í kittið, en ég er að hugsa um að fá mér auka eintak þangað!

Maskarinn gefur ótrúlega góða sveigju á augnhárin ásamt því að gera þau meiri um sig, en hann klessir þau ekki. Hann er alveg laus við að flagna og helst mjög vel á. Svo finnst mér alveg nauðsynlegt að maskarar smiti ekki út frá sér yfir daginn, en þessi gerir það ekki þrátt fyrir að maður svitni aðeins. Hann er einnig ofnæmisprófaður svo að hann ætti að vera öruggur fyrir flesta.

image

Ég prófaði að setja maskarann á mig og eins og þið sjáið aðskilur hann augnhárin vel en veitir þeim á sama tíma sveigju og þau verða aðeins þykkari. Mín augnhár eru frekar þunn fyrir svo ég var mjög ánægð með útkomuna!

Varaliturinn sem ég er með á myndinni er einnig frá MAC, en hann heitir Versicolor og er í litnum Let’s Stay Together. Hann er fullkomin blanda af glossi og varalit og helst endalaust lengi á vörunum. Ég elska þennan lit og er búin að nota hann nánast daglega síðan ég fékk hann. Varalitirnir eru til í báðum verslunum og eru til frambúðar!

570050e6aafbf3208d217a84f932d11a
Mynd: Pinterest

Endilega kíkið á yndislega starfsfólkið í verslunum MAC og fáið að skoða. Facebook síður búðanna má finna HÉR og HÉR

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 29 ára förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og afleysingakennari í MOOD Make Up School. Snap: gunnhildurb
Alpha girls