Naglalökkin í færslunni fékk ég að gjöf

Ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega elska, þá eru það bleik og „nude“ naglalökk. Ef ég kaupi mér naglalökk enda ég lang oftast í þessum litum og sama þegar ég fer í neglur til hennar Maríu minnar. Reyndar er ég dálítið oft með gelneglur á puttunum sem ég lakka þá bara yfir ef ég vil skipta um lit, svo lakka ég einnig á mér táneglurnar reglulega.

Á dögunum var ég svo heppin að eignast tvo nýja liti, akkúrat í þessum tónum! Annar liturinn heitir nafninu Over The Taupe og er brúntóna nude litur sem fer vel við allt! Stundum fæ ég leið á áberandi litum og þá er þetta akkúrat það sem ég vel mér.

OPINLB85_1

 

Seinni liturinn sem er í MIKLU uppáhaldi heitir svo Live.Love.Carnaval sem er dökkbleikur með coral yfirbragði; alveg ótrúlega sumarlegur og fallegur!

MTIzMDQ5NjY0NTM3NzI0NDI4
Mynd: beautyeditor.ca

Svo skemmir ekki fyrir hvað OPI lökkin eru alltaf vönduð og endast vel á nöglunum. Það skiptir svo miklu máli að þurfa ekki alltaf að vera að lagfæra neglurnar.

Ég mæli með því að þið kíkið á útsölustaði OPI (meðal annars verslanir Hagkaups og helstu apótek) og kynnið ykkur alla fallegu litina sem eru í boði.

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls