Færslan er ekki kostuð. Vörurnar fékk greinahöfundur sendar sem sýnishorn. 

Lengi vel hafa húð-og förðunarvörur Clinique átt sérstakan sess í snyrtivörusafninu mínu, sem og húðrútínu. Það sem að gerir þær svo sérstakar er að þær eru sérstaklega þróaðar til þess að vinna með nútímaþörfum húðarinnar okkar og mismunandi húðgerðum. Einnig eru þær allar ofnæmisprófaðar og 100% lyktarlausar sem gerir þær einstaklega hentugar fyrir meirihuta fólks. 

unnamed-3

Vörurnar sem mig langar að kynna ykkur fyrir að þessu sinni eru annars vegar eyeliner (Pretty Easy Liquid Eyelining Pen) og hins vegar æðislegur varablýantur (Quickliner For Lips Intense). 20429_defining_liquid_line+no+cap-INT_v2aÞrátt fyrir að vera förðunarfræðingur sem á nokkuð auðvelt með eyeliner ásetningu á öðru fólki, á ég stundum í mesta basli með að setja hann á sjálfa mig. Ég kýs einmitt oftast að nota penna þar sem að mér finnst þeir lang þægilegastir í notkun. Þessi er ótrúlega góður en hann er gerður úr bursta í stað svamps, og gerir línuna ótrúlega litsterka. Það sem að mér fannst það besta við pennann er að fyrir utan það að vera meðfærilegur, hélst línan á í gegnum daginn og haggaðist ekki. Sem sagt fullkomið fyrir konur eins og mig sem eru mikið á ferðinni og hafa lítinn tíma til þess að fríska sig upp! Varablýanturinn fannst mér snilld, en ég prófaði litinn Intense Blush sem er svokallaður „universal“ litur og hentar mjög mörgum. Ég setti hann einfaldlega yfir allar varirnar eins og varalit og hann hélst á einmitt í gegnum vatnsdrykkju og kaffibolla. Mikill kostur við blýantinn er að hann er skrúfaður upp og þarf enga yddingu!

unnamed-2

Gaman er að segja frá því að dagana 14.-20.apríl eru Clinique dagar í snyrtivöruverslunum Hagkaups. Það er glæsilegur kaupauki í boði* ef keyptar eru Clinique vörur fyrir 6.900 kr. eða meira. Ofan á það er svo 20% afsláttur af öllum Clinique vörum á meðan kynningunni stendur. Ég hvet ykkur því allar til þess að gera ykkur ferð í Hagkaup um helgina! Kynnið ykkur frekari upplýsingar HÉR á Facebook síðu Clinique.

Til þess að segja ykkur aðeins nánar frá kaupaukanum góða, inniheldur hann vörur sem eru ekki af verri endanum. Pakkinn inniheldur:

  • Smart augnkrem
  • Smart serum
  • Rauðan High Impact varalit
  • Andlitshreinsi
  • Dramatically Different andlitskrem
  • Aromatics In White Ilmvatn
  • High Impact maskara

Sjálf hef ég prófað þessar vörur og get vottað fyrir að þær svíkja engan. Ég mæli því með því að þið gerið ykkur ferð í þær verslanir Hagkaupa sem selja Clinique!

* á meðan birgðir endast

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls