Katrínu Sif Jónsdóttur þekkja margir innan hárgreiðslu-og tískubransans en hún er ein af þeim færari í faginu hérlendis. Hún á og rekur Sprey Hárstofu í Mosfellsbæ ásamt því að hafa unnið við að greiða fyrir myndatökur, brúðkaup og tískuvikur úti í heimi. Ég smellti nokkrum spurningum á Katrínu, en hún er einn af bloggurunum hjá Pigment.is.

12506838_10156517735065372_993829797_n

Hvenær byrjaðiru að læra hárgreiðslu og af hverju?

Ég byrjaði að læra 2006 í hárgeiðlunámi við Tækniskólann. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hári og frá þvi ég man eftir mér var uppáhalds leikurinn minn hárgreiðluleikur.

Hvað heillar þig mest í sambandi við að vera hárgreiðslukona?

Það að skapa eitthvað, gleðja fólk og gera það fínt. Það eru svo margar leiðir sem hægt er að fara, t.d tískusyningar og greiða fyrir tímarít, leikrit og annað. Maður hittir mikið af yndislegu fólki í þessum geira.

12467873_10156517735045372_238293754_n

Hvaða verkefni finnst þér skemmtilegust af þeim sem þú tekur þér fyrir hendur?

Mér finnst virkilega gaman að geiða fyrir tímarít og sjá hár eftir mig i blöðunum. En ég myndi segja að stærsta og skemmtilegasta verkefnið til þessa hafi verið þegar ég fór fyrst til Prag að greiða fyrir tískuvikuna þar. Það var draumur að rætast og eftir það hef ég farið aftur til þangað og svo Parísar að greiða fyrir tískusyningar. Þetta opnaði fyrir mér hurð sem leiddi til fleiri tækifæra með að geta greitt út um allan heim. Þetta sannaði lika það fyrir mér að ef þú virkilega vilt einhvað þá getur allt gerst ef þú vinnur fyrir þvi.

12506860_10156517735075372_1666994102_n

Hvenær opnaði Sprey Hárstofa?

Sprey opnaði 2009 og er hún að blómstra í dag. Það eru virkilega klárar stelpur sem vinna með mér og er mikil metnaður í að fylgjast með tískunni og að vinna sem ein heild, en ekki bara sem einstaklingur.

Hversu margir vinna hjá Sprey?

Við erum sex samtals: Ég, Svava Björk og Dagný erum eigendur. Svo eru Unnur, Eva Lind og Karin Rós að vinna á Sprey. Planið er að fá ennþá fleiri í teymið okkar.

12506550_10156517735070372_1184172196_n

Hvaða vörur finnst þér ómissandi í hárið þitt?

Ég er orðin svakalegur Kevin Murphy aðdáandi. Vörurnar eru æðislegar og eru einnig með mun minna af aukaefnum en margar aðrar vörur, ekki prufuðar á dýrum og eru hugsaðar fyrir manneskjuna jafnt og umhverfið okkar. Það er mjög heillandi. Ég nota þær mest af öllum.

12506626_10156517735050372_991630662_n

Algengustu mistök sem þú sérð í sambandi við hár?

Að fólk sé ekki að nota góðar vörur í hárið á sér og skilur svo ekki afhverju það sé þurrt eða slitið. Við eigum að tríta okkur séstaklega þegar kemur að húð og hári.

Hver eru helstu trendin í vetur?

Í vetur hefur grái liturinn komið sterkur inn hérlendis, en erlendis eru hinsvegar þessir hlýju tónar mun meira áberandi. Feskjutónar og hunangstónar svo fátt eitt sé nefnt.
12511180_10156517743350372_163754512_o

Hvað er spennandi framundan hjá þér? 

Ég mun halda áfram að ná mér í verkefni og stækka reynslubankann. Ég er að fara að greiða á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í febrúar og mun einnig fara á námskeið úti á Ítalíu. Þar mun ég læra um nýjustu línurnar og fræðast meira um litina frá Milkshake sem við á Sprey Hárstofu notum. Ég er virkilega spennt fyrir þessu tækifæri.

12483629_10156517735080372_192923968_n

Eru einhver góð ráð sem þú getur gefið fólki í sambandi við hárumhirðu?

Hugsaðu um hárið eins og húðina þina. Hárið er viðkvæmt og þarf það dekur. Eigðu góðar hárvörur t.d shampó, djúpnæringu, hitavörn og olíur. Leyfðu hárinu að njóta sín, slepptu teyjunni i nokkra daga.

Facebook síðu Sprey Hárstofu má sjá hér og Facebook síðu Katrínar er hægt að sjá hér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls