Förðunarábendingar fyrir byrjendur

Á einhverjum tímapunkti höfum við allar verið byrjendur í förðun, hvort sem við erum 14, 25 eða 50 ára.

Mynd: With Love And Embers
Mynd: With Love And Embers

Ég ákvað því að setja niður lista sem mér datt í hug að gætu gagnast lesendum sem eru að stíga sín fyrstu skref, eru ekki vissar með einhverja hluti eða vilja einfaldlega bæta við sig þekkingu.

1. Húðin er í fyrsta sæti 

Hugsaðu vel um húðina. Hreinsaðu hana kvölds og morgna og berðu á þig viðeigandi og rakagefandi krem/serum. Það verður allt svo miklu betra og auðveldara ef húðin er í góðu ástandi og allur farði lítur betur út á henni. Á síðunni er fullt af uppástungum um húðvörur og aðferðir hér. Mundu svo að nota djúphreinsir og maska vikulega til að fjarlægja dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi.

1-2

 

2. Minna er oft meira

Prófaðu þig áfram með vörurnar og notaðu frekar minna en meira til að byrja með. Þú getur svo bætt við ef þér finnst eitthvað vanta.

3. Veldu góðar grunnvörur – Listi 

Passaðu að eiga safn af góðum grunnvörum til að byrja með. Svo geturðu alltaf bætt inn í og aukið við flóruna. Til grunnvara myndi jafnvel teljast:

 • Andlitskrem
 • Serum
 • Augnkrem (að minnsta kosti ef þú ert yfir 25 ára)
 • Varasalvi
 • Maskari
 • Augabrúnagreiða og blýantur
 • Meik/litað dagkrem/BB krem
 • Hyljari
 • Varalitur/gloss (litur sem þú getur notað mikið). Jafnvel varablýantur.
 • Lítil augnskuggapalletta með „þínum“ litum
 • Augnblýantur/eyeliner
 • Púður ef þú vilt losna við glans
 • Kinnalitur/sólarpúður
 • Vel valdir förðunarburstar

withlovekrisaquino-my-makeup-essentials-03

4. Grunnrútína 

Það er í raun bara persónubundið hversu mikið eða lítið þú vilt mála þig og maður getur einungis ákveðið það sjálfur :) Hér fyrir neðan er myndband frá förðunarfræðingnum Eman, en hún sýnir okkur fallega og látlausa grunnförðun.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls