Á dögunum eignaðist ég yndisleg krem frá Estée Lauder sem ber nafnið Even Effect Skintone Corrector. Öðru nafni EE krem en það kemur úr Enlighten línunni hjá merkinu. Ég elska allar vörur sem innihalda einhverskonar ljóma og varð því alls ekki fyrir vonbrigðum með þessa.

s1658368-main-hero-300

EE kremið kemur í þremur litum og það er búið þeim eiginleikum að það jafnar húðlit, áferð húðarinnar og eykur ljóma. Það er mjög gott að nota kremið annað hvort eitt og sér yfir dagkrem, eða undir farða. Þetta er í raun orðið einn af uppáhalds farðagrunnunum í safninu hjá mér þar sem að það gerir allan farða mun fallegri. Það inniheldur einnig mikinn raka og vítamín sem hjálpa húðinni að ná jafnvægi.

Estee-Lauder-Enlighten-Even-Skintone-Correcting-Creme
Kremið fékk ég sem sýnishorn

Svo er líka hægt að nota kremið yfir farða og þá á þá punkta sem maður vill fá „highlight“ á, eins og til dæmis ofan á kinnbein, ofan á nef og í kringum varir. Þess má geta að það að nota „highlighter“ í kringum varir gerir þær stærri og hjálpar til við mótun, sérstaklega ef maður notar það fyrir miðju fyrir ofan efri vör.

Ég mæli með því að þið kíkið á Instagram aðganginn hjá Estée Lauder á Íslandi, en þar er að finna allskonar fróðleik ásamt upplýsinginum um kynningar, tilboð og fleira.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls