Nýlega kynntist ég æðislegu merki sem ber nafnið Eco by Sonya, en í merkinu er að finna allskonar sjálfbrúnkuvörur, hreinsa, skrúbba, svitalyktareyðir og aðrar húðvörur sem eru verulega byltingakenndar á þann hátt að þær eru lífrænar og 100% náttúrulegar án allra skaðlegra efna. Merkið er tiltölulega nýkomið til landsins og eru vörurnar seldar á sölusíðum Alena.is og Heilsuraekt.is Spray-Tan

Ástæðan fyrir því að Eco by Sonya er svona byltingarkennt merki er að það varð fyrsta og eina brúnkumerkið í ástralskri sögu til þess að verða vottað lífrænt frá The Organic Food Chain og mæta stöðlum ríkisstjórnar Ástralíu um staðla lífrænna vara.

Merkið er einnig vottað „cruelty free“ af samtökunum Choose Cruelty Free, sem þýðir að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Einnig eru vörurnar vottaðar eiturefnalausar af The Safe Cosmetics Board í Ástralíu, ásamt því að heyra undir herferð PETA; „Beauty without bunnies.“ Það er því heil mikið búið að leggja í framleiðslu merkisins.

Invisible Tan
Invisible Tan fékk ég sem sýnishorn frá Alena.is

Ég fékk að prófa tvennt úr vörulínu Eco by Sonya, en ég prófaði Foaming Body Wash með lyktinni Lemongrass/Pink Grapefruit, og Invisible Tan brúnkukremið.

eco-by-sonya-foaming-body-wash
Foaming Body Wash fékk ég sem sýnishorn frá Alena.is

 

Sturtufroðuna nota ég í hverri einustu sturtuferð og ég finn að hún hreinsar vel líkamann ásamt því að innihalda mjög ferskan ilm sem er góður án þess að vera of sterkur. Froðan er einnig skemmtileg og verður til þess að maður þarf að nota minna af vörunni, svo að hún endist lengur.

Brúnkukremið nota ég eftir sturtu, og passa upp á að vera búin að skrúbba húðina vel fyrst. Mig langar einmitt mjög mikið að prófa Himalayan Salt Scrub frá sama merki, en í augnablikinu nota ég kaffiskrúbbinn minn góða, sem fæst einnig á Alena.is. Svo ber ég krem á mig og enda á því að setja brúnkuna á með hanska. Brúnkukremið skilur ekki eftir nein för, lyktar mjög lítið og gefur jafnan og fallegan lit.

Hér fyrir neðan getið þið séð lista yfir innihaldsefni sem merkið notar í vörurnar sínar.

  • Chamomile Flower Extract
  • Avocado Oil
  • Honeysuckle Flower Extract
  • Rose Geranium Oil
  • Grapeskin Extract
  • Cacao (chocolate)
  • Aloe Vera
  • Macadamia Seed Oil
  • Lavender Extract
  • Grapefruit Extract

Upplýsingar um vöruna fengnar af Organicallyepic

 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls