Karen Ósk Birgisdóttir heldur úti naglasíðunni Futra Neglur á Facebook. Hún er einnig á Instagram undir @futuraneglur. Á síðunum sýnir hún okkur gullfallegar naglamyndir og vídjó af kúnnum ásamt því að taka á móti tímapöntunum og gefa góð ráð. Ég náði á Karen og lagði nokkrar spurningar fyrir hana.

Hvar lærðiru að gera neglur?

Í Snyrtiakademíunni.

Hvaða litir eru að koma sterkir inn núna?

Vínrauður, nude og kaldir litir.

Hvaða form af nöglum gerirðu mest af?

Ballerína shape

Hvítar, ballerina shape neglur eftir Kareni
Hvítar, ballerina shape neglur eftir Karen

Hvort mælirðu með gelnöglum eða akrýl?

Mæli eiginlega með báðu, bæði virkar mjög vel en fer eftir nöglum kúnnans.

Er eitthvað sérstakt í naglagerð sem þig langar til að prófa?

Það er svosem ekkert nýtt sem eg hef ekki prufað ennþá ég er svo mikið fyrir að prufa nýjungar. En í bandaríkjunum voru fiskabúrs neglurnar dálítið vinsælar með glimmeri inní

Hvaða litir/form eru í uppháhaldi hjá þér?

Ballerína og grannar möndlulaga neglur munu líklegast alltaf vera mitt uppáhald.

12272896_10205300801708002_8262038_n
Sægrænar, langar ballerina neglur

Hvað skiptir mestu máli að þínu mati þegar það kemur að umhirðu nagla?

Varðandi persónulega umhirðu heima þá myndi ég segja olía á naglaböndin! Það þarf ekki að vera sérstök naglabandaolía, bara einhver. Maka þessvegna neglurnar þegar þið eruð að elda eða annað. Það getur verið ólívu olía, kókosolía eða jafnvel euroshopper olía!

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af gullfallegum naglasettum eftir Karen, ásamt því að þið getið kíkt á Facebook síðuna hennar og skoðað!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls