Vegna þess að við erum komnar í jólaskap og viljum þakka ykkur lesendum fyrir frábærar viðtökur undanfarna viku, ætlum við að keyra í gang gjafaleik í samstarfi við snyrtivörurisann Estée Lauder.

Í pakkanum eru gjafir af ekki verri endanum, og í raun allt sem þarf fyrir fallega jólaförðun og góða húð.

Untitled-4

Gjafapakkinn inniheldur: 

Little Black Liner – Æðislegur tvöfaldur eyeliner með breiðum og mjóum enda

Sumptuous Infinite maskari – Maskari með gúmmíbursta sem lengir, þykkir og aðskilur augnhárin

Little Black Primer – Maskaragrunnur sem hægt er að nota á þrjá vegu

EE Créme – Góður, léttur og rakagefandi farði sem jafnar húðáferð og húðtón ásamt því að gefa húðinni fallegan ljóma

Pure Color naglalakk í Pure Red – Fullkomið jólanaglalakk sem helst ótrúlega vel á

Double Wear Stay In Place augnskuggagrunnur – Lætur augnskuggann haldast á í gegnum allt

Double Wear Stay In Place augnblýantur í litnum Gold – Frábær jólalegur augnblýantur

 

 

Untitled-5

Einnig fylgja veglegar lúxusprufur:

Revitalizing Supreme dagkrem

Revitalizing Supreme augnkrem

Take It Away andlitshreinsir

Pure Color varalitur litnum Vanilla Truffle

Kynning í Sigurboganum

Það er vert að benda á að það verður Estée Lauder kynning í Sigurboganum (Laugavegi 80). Flottur kaupauki fylgir með keyptum farða. Estée Lauder sérfræðingur verður á staðnum báða dagana og aðstoðar ykkur við að finna vörur sem henta ykkur. Hún verður einnig með sérstaka myndavél sem hjálpar til við litaval á farða fyrir hverja og eina. Enginn má láta það fram hjá sér fara!

Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt í leiknum:

  • Líka við Pigment.is á Facebook
  • Deila gjafamyndinni á Facebook OG skrifa komment undir hana
  • Fylgja okkur á Instagram @pigmenticeland
  • Fylgja Estée Lauder á Íslandi á Instagram @estee_lauder_iceland

Vinningshafi: Rósa Margrét Húnadóttir 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls