Eins og margir, hef ég alltaf verið rosalega hrifin af vörunum frá Yves Saint Laurent. Það er eitthvað svo fallegt við pakkningarnar ásamt því að vörurnar sjálfar bregðast aldrei.

Ég prófaði nýlega æðislega tvennu frá merkinu sem ég er búin að nota á hverjum degi. Litirnir eru að sjálfsögðu bleikir (enda elska ég allt bleikt).

DSC_0175 copy
Vörurnar fékk ég sem sýnishorn

Gloss Voulpté 

3365440714014_Gloss-Volupte_202

Þetta gloss er alls ekki hefðbundið, en það er af nýrri kynslóð formúlu sem endurkastar ljósi og gefur svokallaðan speglaljóma, ásamt því að jafna og slétta yfirborð varanna. Það gefur mjög mikinn glans og það sem mér fannst helsti kosturinn var að það klístraðist ekkert. Það mýkir líka varirnar upp á ótrúlegan hátt með góðum olíum sem ekki eru sparaðar við framleiðslu hans. Ég fékk mér lit númer 202 sem heitir Rose Jersey og er fallega bleikur. Burstinn er einnig æðislegur en maður þarf varla að hafa fyrir ásetningu glossins þar sem að hann umlykur varirnar með svokallaðri 3D kúrfu. Svo er líka bæði hægt að nota glossið með einni áferð og líka byggja það upp.

Rouge Volupté Shine varalitur

3365440353220_RV-Silky-Radiance_03

Þessi sló rækilega í gegn hjá undirritaðri, en hann inniheldur alla þá kosti sem ég vil hafa í varalit. Hann er bleikur (!) með glans, nærir, mýkir og er léttur áferðar. Hann inniheldur andoxunarefni og olíur sem hjálpa til við að mýkja varirnar. Hann heldur raka á vörunum í allt að 8 tíma svo að þetta er frábær „go to“ varalitur. Liturinn sem ég fékk er númer 38 og er einn af nýju litunum í þessari fjölskyldu hjá YSL.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls