Leitin að hinu fullkomna augnkremi er áhugaverð en jafnframt þreytandi. Bæði ég og veskið mitt höfum lagt hart að okkur undanfarin ár við þessa leit og dottið niður á margt skemmtilegt og gagnlegt, en samt virðist ég alltaf vera að leita að einhverju meira. Einhverju sem gerir allt í einu; veitir mikinn raka, varnar fínum línum og er drjúgt. Maður er kannski ekki gamall en broslínurnar í kringum augun eru farnar að gera vart við sig. Einnig er mælt með því að allar konur sem eru um og yfir 25 ára noti augnkrem.

DSC_0158 copy
Kremið á myndinni fékk ég sem sýnishorn

Nýlega prófaði ég nýjasta augnkremið frá Clinique, en það merki hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér í húð- og förðunarvörum. Kremið heitir Custom Repair Eye Serum og er úr nýju Smart línunni þeirra, sem er orðin mjög vinsæl.

Eins og aðrar vörur hjá Clinique er augnkremið ofnæmisprófað og lyktarlaust. Ástæðan fyrir „smart“ nafninu er háþróuð tækni sem einblínir á vandamálasvæði hvers og eins. Hvort sem þú ert með mikla bauga, fínar línur, þarft fyllingu eða aðallega raka, þá les kremið húðina og fókuserar á þá punkta sem þarf að laga. Þetta hljómar of gott til að vera satt en eftir að hafa notað kremið í viku get ég sagt að ég hef sjaldan komið í tæri við vöru sem uppfyllir mínar þarfir jafn vel.

clinique-smart-custom-repair-eye-treatment

Kremið ertir ekki húðina, gefur ótrúlega góðan raka og er mjög gott undir farða. Ég ber kremið á augnsvæðið kvölds og morgna og finnst ég sjá mun á baugum, fínum línum og rakaþurrki, sem er mitt algengasta vandamál á veturnar. Ég set miklar kröfur á allar húðvörur sem ég nota, svo að þessi nýjung kom skemmtilega að óvart og mér finnst ansi líklegt að það verði fastur gestur í snyrtiskápnum hér eftir.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls