Pat McGrath er einn fremsti förðunarmeistarinn í tískuheiminum í dag, enda ekki skýrtið þar sem að manneskjan er sjúklega hæfileikarík. Hér eru nokkrar farðanir sem við elskuðum á liðnum tískuvikum eftir hana, og útfærslur fyrir ykkur.

Miu Miu SS16 

Dökkar varir, minimalísk augnförðun og ljós húð voru áberandi hjá Miu Miu. Til útfærslu væri til dæmis hægt að nota varalitina sem nefndir eru í þessari grein hér, ásamt góðum augnbrúnablýanti í brúnirnar. Haldið skyggingum og augnförðun í lágmarki, en fallegt væri að setja örlítinn kinnalit á sig með þessu lúkki. 

Louis Vuitton SS16  

Það snérist allt um augnhárin á sýningunni hjá Louis Vuitton, en hægt er að leika sér endalaust með mismunandi gerðir af augnhárum án þess að það þurfi að vera of ýkt. Kíkið í MAC Kringlunni eða MAC Smáralind fyrir endlaust úrval af töff augnhárum!

Victoria Beckham SS16

Húðin var í fyrsta sæti hjá Victoria Beckham, en til þess að fá fallega og ljómandi áferð á húðina er best að vera búinn að næra hana með góðu kremi fyrir förðun og góðan „highlighter“ á kinnbeinin, ofan á nef og þá staði sem maður vill að ljómi meira.Strobe kremið frá MAC, Cream Color Base í Hush frá MAC og Lumi primerinn frá L’Oréal er eitthvað sem er hægt að mæla með í verkið.     

Gunnhildur Birna
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 29 ára förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og afleysingakennari í MOOD Make Up School. Snap: gunnhildurb
Alpha girls