Ef ég ætti að velja eina vöru í snyrtibuddunni sem ég gæti ekki verið án, þá væri það baugafelari. Baugarnir láta oftast sjá sig mest þegar maður hefur fengið lítinn svefn. Að minnsta kosti í mínu tilfelli. Svo er þetta eitt af því sem er líka genatengt.

Ég hef kynnst mörgum baugafelurum í gegnum tíðina og eftirfarandi eru mínir uppáhalds.

Bobbi Brown Corrector 

s1317650-main-Lhero

Ein uppáhalds varan mín í mörg ár! Ég á pallettu með öllum litum af þessum hyljurum og nota þá á nánast alla mína kúnna. Bleiki tónninn í hyljaranum máir út bláan lit fyrir neðan augun. Hann virkar best ef maður notar örlítið af Bobbi Brown Concealer ofan á. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni

Sephora Smoothing and Brightening Concealer

s1318294-main-Lhero

Virkilega góð vara. Ég keypti þennan í Sephora á Spáni fyrr á þessu ári og notaði hann mikið þar til hann kláraðist. Léttur bleikur tónn sem vinnur á móti bláum lit en samt frekar þunnur. Fæst í Sephora

Touche Éclat frá YSL 

packshot_touche_eclat

Þessi birtir upp augnsvæðið á einstakan hátt! Margar konur eru áskrifendur af þessum hyljara, og af góðri ástæðu. Hef reglulega átt hann í snyrtibuddunni og nota hann bæði á sjálfa mig og aðra. Þess má geta að nýr litur var að koma á markað af þessum hyljara sem hentar mörgum húðtónum, en hann er nr. 2,5. Fæst í stærstu verslunum Hagkaupa, Lyf&Heilsu Kringlunni, Debenhams og Bjargi Akranesi 

Bobbi Brown Tinted Eye Brightener 

1435701_fpx

Aftur að Bobbi Brown, en sú kona er snillingur í baugafelurum. Þessi er eitthvað sem virkar örugglega fyrir margar. Hann er þróaður út frá hinum fræga Corrector sem er hér fyrir ofan, en formúlan er þynnri og þurrkar ekki upp augnsvæðið. Æðislegur! Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni

MAC Pro Longwear Concealer 

mac_sku_MGT901_640x600_0

Algjör snilld fyrir þær sem vilja hyljara sem helst á- allan daginn. Þessi haggast ekki og veitir ótrúlega fallega áferð undir augnsvæðið ásamt því að hylja mjög vel. Fæst í MAC Debenhams og MAC Kringlunni

Munum svo að vatnsdrykkja, svefn, mataræði og góð augnkrem hafa helling að segja, svo hugsum vel um okkur.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls