Nóg er af gullfallegum förðunartrendum í vetur sem koma beint af tískupöllunum. Maður er samt oft efins um hvernig hægt er að útfæra þessi trend sem sjást á tískuvikum og oft finnst okkur þau of áberandi fyrir daglega notkun, og skiljanlega. En það er ekkert mál að gera þær klæðilegar og finna réttu vörurnar í verkin.

Chanel

Dökk augu/Cat eye

Dökk augnförðun er eitt af aðalmálunum í vetur, samkvæmt tískurisanum Chanel. Förðunarmeistarinn Tom Pecheux farðaði fyrirsæturnar með dökkri „cat eye“ augnförðun ásamt bleikum vörum sem voru vógu á móti sterkum augum.

Hvernig skal útfæra?

Til þess að ná fram fallegu lúkki til að vera til dæmis með á djamminu, er hægt að nota vel yddaðan blýant í gráum eða svörtum og gera línu meðfram efri augnhárunum með svolitlum spíss. Dreifið svo úr línunni með litlum bursta. Þú getur líka gert það sama við neðri augnhárin ef þú vilt hafa förðunina meira áberandi.

Gott ráð: Ef þú vilt ná mýkri línu, tekurðu augnskugga í svipuðum lit og blýanturinn, og ferð yfir aftur með litla burstanum.

1. Mac augnblýantur í Black Blac
2.Bobbi Brown augnskuggi í Espresso
3. Maybelline varablýantur í Fuchsia Desire


1. MAC augnblýantur í Black Black 2. Bobbi Brown augnskuggi í Espresso 3. Maybelline varablýantur í Fuchsia Desire

Phillip Lim

Dökkar 90’s varir

Dökkar varir eru yfirleitt vinsælar á haustin og veturnar og núna eru litirnir undir 90’s áhrifum. Margar taka því fagnandi meðan aðrar eru varari um sig. Ég er til dæmis ein af þeim sem vil helst vera með varaliti í ljósari kantinum og skarta því ekki mikið þeim dekkri.

Hvernig skal útfæra?

Það er hægt að tóna bæði litinn og styrkleikann aðeins niður, einfaldlega með því að velja kannski ekki eins sterkan lit og fara út í öðruvísi gerðir. Stundum er gott að nota einfaldlega bara varablýant til að ná fram útlitinu sem maður vill.

Gott ráð: Ef þér finnst varaliturinn of sterkur, taktu þá eitt bréf af pappír og dúmpaðu varlega yfir til að milda hann.

1. perfect_plum_50390601
2. S162510_XLARGE
3. mac_sku_M38003_640x600_0

1. Sleek Pout Polish í Perfect Plum 2. Chanel Rouge Allure Velvet varalitur í La Bouleversante 3. MAC varablýantur í Brick

Fylgist með næstu færslum þar sem ég tek önnur förðunartrend fyrir!

Gunnhildur Birna
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 29 ára förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og afleysingakennari í MOOD Make Up School. Snap: gunnhildurb
Alpha girls